2. Umferð íslandsmótsins í Torfæru fór fram á Akureyri 19. júni og þetta var að vísu 4 keppni sumarsins en 2 umferð íslandsmótsins þeir fóru til Noregs í endan maí og Haraldur Pétursson sigraði á báðum keppnunum í Noregi og Sigurður Þór Jónsson lendi í 3 sæti í báðum keppnunum. Í götubíla flokki fóru 2 keppendur til Noregs þeir Gunnar Gunnarsson og Bjarki Reynisson, Gunnar lendi í 5 sæti í báðum og Bjarki lendi í 13 sæti í báðum. En á keppninni á Akureyri voru 15 bílar skráðir til leiks, fjórum bílum fleiri en í síðustu keppni sem er gott. Fyrstu tvær brautirnar voru eknar fyrir hádegi og síðstu 6 eknar kl 13:00 keppnin var ca búin um 16:30.
1. braut var auðveld fyrir marga og fengu margir um 300-350 stig brautin byrjaði á því að þeir fóru niður svo upp lítin hól svo tóku þeir beygju og í barð sem þótti nokkrum keppendum erfitt en síðan fóru þeir yfir lítin hól svo upp auðvelda brekku. Keppendur sem fengu frá 300 - 350 stigum voru Haraldur Pétursson, Sigurður Þór Jónsson, Helgi Gunnarsson, Ólafur Bragi Jónsson og fleiri.
2 braut var aðeins erfiðari hún byrjaði á löngu beinum kafla með nokkrum hólum og síðan upp barð svo niður aftur og upp annað barð, á beinum kaflanum var líka smá pollur rétt áður en þeir fóru upp fyrra barðið og Bjarki Reynisson festis þar og mun færri stig en margir aðrir. Þessi braut reyndist hins vegar auðveldari en gert var ráð fyrir og margir fengu allt að 350 stig eins og Halli, Siggi, Helgi, Gunnar Gunnarsson, Ragnar Róbertsson og fleiri. Daníel Gunnar Ingimundarsson fór upp en eyðilagði vélina sína og hann mætti bara í 3 brautir fyrstu 2 og síðan 7 braut.
3 braut var dáltið erfið braut það var mikil hliðarhalli og síðan upp erfitt barð og Gunnar Gunnarsson var komin í barðið og hann var að fara að velta en setti í bakgírinn og bjargaði sér snilldarlega frá veltu, margir keppendur festust í drullu sem var í hliðarhallanum þeir Hlynur, Garðar, Daníel Karlsson og Helgi. Þeir Haraldur, Sigurður, Bjarki, Léo Viðar komust alla leið.
4 braut var líka dáltið erfið og það fóru bara 4-5 manns af 15 alla leið þeir Haraldur, Siggi, Gunnar, Ólafur og Pétur Pétursson. en brautin byrjaði þannig að þeir fóru upp lausa brekku sem margir komust ekki upp síðan upp langa brekku sem reyndist sem komust upp auðveld.
5. braut var auðveld fyrir bestu bílana hún byrjaði á því að þeir fóru yfir smá poll og síðan upp langa brekku og nokkrir festust þarna í pollinum en Sigurður Þór Jónsson fór alla leið en Haraldur Pétursson þurfti að fara afturfyrir og því fékk hann bara helmingin af því sem hann fékk í brautinni hann fékk 350 stig en það helmingast og hann fékk því aðeins 175 stig og Sigurður Þór var því komin með forystuna.
6 braut var auðveld fyrir mest alla bílana og um 11 bílar fóru alla leið og fengu 350 stig en nokkrir mættu ekki eins og Garðar Sigurðusson, Daníel, Magnús Torfi. Brautin var auðveld hún byrjaði á því að fara yfir lítin hól svo upp auðveld barð taka svo beygju og upp langa og auðvelda brekku.
7. braut var erfið fyrir marga en Sigurður og Haraldur fóru alla leið en margir komust ekki upp en brautin byrjaði á að fara yfir sama hólin og í 6 braut og fara síðan upp erfitt barð sem margir komust ekki upp og svo upp auðvelda gras brekku.
8. braut var tímabraut og skemmtilegasti parturinn í þessari braut var endirinn þegar þeir þurftu að fara yfir mikið vatn og Sigurður Þór náði góðum tíma og sigraði hans fyrsti sigur yfir heildina síðan hann byrjaði að keppa í sérútbúna flokknum árið 1997 en hann hafði áður unnið í götbílaflokki. Haraldur Pétursson náði öðru sætinu og Gunnar Gunnarsson því þriðja og hann sigaði því í götubílaflokki.
Þetta var frekar auðveld keppni fyrir nokkra en þetta var bráðskemmtileg keppni og keppnin var vel skipulögð en hér koma úrsltitin úr 2 umferð íslandsmótsins í Torfæru 2004
1. Sigurður Þór Jónsson Toshiba Tröllið 2610 stig
2. Haraldur Pétursson Musso 2525 stig
3. Gunnar Gunnarsson Trúðurinn 2295 stig
4. Ólafur Bragi Jónsson Tímaaurinn 1975 stig
5. Ragnar Róbertsson Pizza 67 1840 stig
6. Helgi Gunnarsson Gæran 1670 stig
7. Pétur V. Pétursson Spautarinn 1615 stig
8. Leó Viðar Björnsson RE/MAX 1600 stig
9. Bjarki Reynisson Dýrið 1339 stig
10. Jón Aðalsteinn Gestsson Sporðdrekanum 1154 stig
11. Daníel Karlsson Team Frosti 1075 stig
12. Daníel G. Ingimundarsson Green Thunder 730 stig
13. Magnús Torfi Ólafsson BMW 666 stig
14. Hlynur Jónsson 590 stig
15. Garðar Sigurðsson Vélburstanum 510 stig
Næsti keppni fer fram í Stapafelli 17 júlí það er heimsbikarmót og það koma örugglega keppendur frá Svíþjóð og Noregi svo fer fram keppni 18 júlí á Hellu þá koma þessi keppendur líka.
Myndir frá keppninni koma á www.4x4.is
Takk fyrir mig
berge