Nú er komið af því að skrifa um enn einn lúxusbílinn…
Núna ætla ég að skrifa um bíl sem flestir vita hver er og via líka að hann er frekar dýr (Forstjórabíll). Já þetta er Porsche Cayenne fyrsti “Jeppinn” frá Porsche að því sem ég best veit.
Porsche Cayenne er lúxusjeppi með lágu drifi eins og er sagt orðrétt á benni.is. Cayenne er til í tveim útfærslum: Cayenne S og Cayenne Turbo.
Cayenne er með mikinn tæknibúnað, t.d. Hægt að hækka bílinn og lækka rafstýrt eftir aðstæðum o.fl. Þótt hækka og lækka búnaðurinn hafi komið fyrir mörgum árum fannst mér rétt að nefna það samt.
Á meðal margra tæknilegra atriða, sem eru líkleg til að vekja sérstaka athygli, má nefna spánýja 4,5 lítra V8-vélina. Hún skilar 340 hö í Cayenne S og 420 Nm hámarkstogi. Í Cayenne Turbo er vélin 450 hö og með 620 Nm hámarkstog.
Í báðum týpunum eru mjög kraftmiklar vélar og skila þær mjög góðu afli.
<B>0 - 100 km/h</B>
<I>Cayenne S - 7,2 sec</I>
<I>Cayenne Turbo - 5,6 sec</I>
Porsche Cayenne er mjög rúmgóður enda er hann ekki skorinn við nögl, um 4,8 metrar á lengd og rúmlega 1,9 metri á breidd. Hjólhafið er 2,85 m. Botnskuggi bílsins er 9,22 fermetrar.
Cayenne er bíll sem við munum sennilega aldrei sjá fara á hærri dekk en 33“ enda þyrfti maður að breyta honum mikið til þess að koma honum á svo há dekk.
Vonandi var þetta ágætt….
Kveðja,
<a href=”mailto:aron@icemoto.com">Wiss</a