Sælt veri fólkið,
Mig langar aðeins að spjalla hérna um hver munurinn sé á Toyota Land Cruiser og Nissan Patrol. Yfir höfuð mun ég miða við nýjustu tegundir þessara bíla s.s 90 LC og ´98-03 Patrols, ef ég tala um aðrar árgerðir þá tek ég það fram!
Ef við skoðum söluna á þessum bílum hefur Land Cruiserinn vinninginn. En ef við skoðum hversu margir af þessum bílum fara í “alvöru” breytingu eða með öðrum orðum, breytingu fyrir 36“ og stærra. Þá hefur Patrolinn vinninginn.
Skoðum nú hvern bíl fyrir sig!:
Nissan Patrol:
Þetta er mjög vinsæll jeppi til breytinga enda er mjög auðvelt að breyta þessum bíl. Aðeins þarf 10cm upphækkun á fjöðrun til að koma 38” “jullum” undir hann. Það þarf ekkert endilega að breyta drifhlutföllum því þau er frekar lág…en samt er það nauðsyn því þessi bíll er ekki sá kraftmesti sem til er.
Kostir: a)Mjög sterk drif, fyrir utan lokurnar sem eru frekar aumar(ef þær eru ekki meðhöndlaðar rétt), b)eitt besta fjöðrunarkerfi sem til er í bíl og er eins og að sigla skútu á sléttum sjó. c)Rúmgóður, d)frekar lág bilanatíðni ef viðhald er í hæsta gæðaflokki. e)Þolir 44“ dekk mjög vel.
Gallar: Álhedd sem á það til að springa eftir X marga kílómetra, ef skrúfað er upp í olíuverki bílsins eykst afgashiti sem flýtir fyrir hrörnun álsins og gerir það að verkum að heddið gefur eftir við mikinn þrýsting.
Niðurstaða: Traustur jeppi sem auðvelt er að breyta og kemur þér ávallt á áfangastað.
Toyota Land Cruiser 90:
Vinsælasti jeppi landsins þótt 70% af þeim séu óbreyttir(35” og undir). Skemmtilegur á fjöllum og þægilegur í akstri.
Kostir: Fallegur jeppi, ágætis afturdrif, kramið virðist vera endingargott og standa sig í stykkinu. auðvelt að fá varahluti.
Gallar: Klafir að framan, lélegt framdrif sem þolir illa stærra en 38“.
Niðurstaða: Slæmt mál að ekki sé hægt að breyta honum fyrir stærra en 38” en hann virðist samt komast slatta á þeim. Ef almennilegur ökumaður er á þessum bíl kemst hann allt. Traustur jeppi.
Ef við skoðum svo söguna þá finnst mér Land Cruiser 80 bera höfuð og herðar yfir alla þessa bíla. Hásingarnar sterkari en stál, kom orginal læstur að frama og aftan með stórum díselrokk sem skilaði bílnum vel áfram og er alveg ódrepandi og er sagt að vélin sé aðeins tilkeyrð ef hún er komin uppí 300.000km. Örugglega stærstu mistök Toyota manna að hætta framleiðslu á þessum bíl en þeir reyndu að endurlífga hann við með Land Cruiser 100 en þeir klúðruði því all svakalega og útkoman varð 3 tonna stálflykki sem aðeins ríkustu kvótakóngar hafa efni á að kaupa og ekki hafa þeir áhuga á að keyra lengra en Mosfellsbær!
En yfir heildina litið finnst mér Patrolinn koma betur út ef við erum lítum á þessa bíla sem jeppa! Þá erum við að tala um alvöru jeppa á 44\\" jullum sem komast flest allt er lagt er fyrir þá. Ef þú hugsar almennilega um hann og kaupir þér 5 raða vatnskassa og stóran intercooler þá fer heddið hjá þér ekki! Ekki nema þú setjir ekkert vatn á kassann!
Þetta var bara smá dráttur af mínu áliti á þessum bíl og þið megið alveg koma með einhverjar ábendingar ef þetta er vitlaust hjá mér!
kv, Geiri Gúrka