Góðan daginn jeppamenn og konur, vildi segja ykkur frá jeppaferð sem ég fór í í dag.
Lögðum af stað frá RVK um 9 í morgun, 9 bílar: Pajero 38“, Pajero 35” (sprækasti bíll á 35“ sem ég hef séð, fór allt), annar Pajero 38”, 3 Patrolar á 38“, Range Rover 38”, LC 90 38“ og 4runner 38” og var stefnunni heitið á Langjökul. Fórum í gegnum Reykholt og upp í Borganes þaðan upp í Kaldárdalinn og upp á Jökulinn. Það voru ábyggilega hátt í 500 manns á jöklinum bæði á bílum og vélsleðum. Nægur snjór var á jöklinum sjálfum og gott færi. Byrjuðum að fara smá rúnt um svæðið, síðan fórum við upp einhverja rosa brekku sem ég man ekki hvað heitir og voru margir í vandræðum þar (ekkert bara í okkar hóp). Ótrúlegast fannst mér að 35" Pajeroinn komst nærrum því alveg upp áður en hann festi sig, en þá bakkaði hann bara smá og komst alla leið. Síðan keyrðum við aðeins lengra og fengum okkur smá að borða.
Síðan fórum við aftur niður brekkuna og stefndum á Þursaborgir. Það var mjög mikil umferð upp að Þursaborgum líka geggjað veður. Stoppuðum þar í einhverntíma og fórum svo að leika okkur í brekkum þarna hjá og síðan keyrðum við eitthvað áfram. Eftir það fórum við aftur til baka og stefndum á bæinn. Vorum komnir í bæinn um 7 leitið.
Þetta var frábær ferð og GEGGJAÐ veður.