því stærra dót sem maður er með því stærri verður bilunin, eða þannig hefur það verið hjá mér alltaf.
því var ég að spá að upphækka subaru justy (tek það fram ég hef ekki enn ákveðið hvort það sé vitrænt).
Sjáið þið ekki alveg fyrir ykkur einn rauður lítill justy, 5 dyra ‘88-’95 model á 29“, breiðir brettakantar og 2,0L turbo (mér minnir að gamli justy sem mamma átti var '92 með 1,0L vél svo að maður mindi henda henni úr fyrir nýji), rúmir 150 hestar væri mjög gott fyrir þennan ”jeppa" sem væri vonandi ennþá undir tonnið.
nei í alvöruni er ekki kominn tími til að menn fari að hætta þessu rugli á þessum ofurjeppum og breytti til, enga fleiri patróla og landkrúsera og og 18tonna amerísk skrímsli….
eða er það bara mér sem finnst þetta kannski???
en ef það er einhver þarna úti sem hefur þessar skoðanir þá má hann tjá sig með mér (ekki væri það verra ef hann sé búinn að láta verða af þeim draumi að búa til svona skríli eða eitthvað líkt því,, deila með sér reynslu og myndum) sameinaði stöndum vér geng rosajeppa ruglinu :)
ps. annars allir þeir gæjar sem eru á jeppum í æskilegri stærð ekki taka þessu sem einhverju skítkasti, ég vil bara drefa þeim boðskapi um að maður þarf ekki að ofgera hlutunum til að komast frá a til b og auk þess eru minni bílar ódýrari á allan hátt
If you take more than your fair share of objectives, you will get more than your fair share of objectives to take.