Jæja núna ætla ég enn og aftur að skrifa um “Forstjóra” Pick-up.
Bílinn sem varð fyrir vali mínu að þessu sinni heitir Lincoln Blackwood og er í dýrari kantinum. Þessi bíll er bara lúxus…
Þetta er pick-up eins og flestir sjá en er þó ekki með sjálfstæðum palli þannig að hann flokkast ekki undir 13% tolla (held að ég sé að segja alveg rétt frá).
Ef við förum útí lúxusinn þá byrja ég bara að nefna sætin.
“King of all” sæti, gerð úr hægæða leðri (þá er ég að tala um leðursætin). Þú getur fengið sjónvarp í hann o.fl.
Staðalbúnaðurinn í þessum bíl er navigation system sem flestir vita hvað er. Það er engöngu hægt að fá þennan bíl 4 dyra, engöngu 2wd. ´
Nú skulum við fara útí palinn á bílnum.
Hlerinn yfir pallinum er rafdrifinn þannig að þú ýtir bara á takka og hann lyftist. Annað sem gerir bílinn sérstakan er að afturhlerinn á honum er tvískiptur og opnast í sitthvora áttina svipað og bílhurðir en ekki niður eins og aðrir pallar opnast.
Þessi bíll kostar nýr um 6 miljónir útí og mun meira hérna heima