Suzuki Jimny er sá bíll bíll sem ég er að forvitnast um þessa stundina.
Það sem ég veit um hann er það að hann vegur aðeins 1025kg eða 55kg þyngri heldur en gamli Foxinn og er á grind með klafa að framan og hásingu að aftan, og hátt og lágt drif.
Staðreyndir:
Helsti staðalbúnaður: Vökvastýri, tveir öryggisloftpúðar, rafstýrðar rúðuvindur, samlæsingar, rafstýrðir útispeglar, útv/segulband,og fl.
3 dyra
Slagrými 1300 cc
Hestöfl 80
Lengd 3,625
Breidd 1,600
Hæð 1,670
Þyngd 1.025
Hemlar Diskar/skálar
Eyðsla beinsk/sjálfsk 8,2 / 8,3
Verð beinsk 1.490.000
Verð sjálfsk 1.620.000
Það lítur sem sagt út að þetta sé arftaki Fox-ins !
Hann er ódýr, flottur og eini sinnar tegundar á markaðnum.
Ég hef nú reyndar ekki ennþá prófað hann, en hef heirt að það sé þrusu power í honum.
Þá er það stór spurningin…..hvernig er þessi bíll á fjollum, ég veit að það er til einn á 33“. En hef ekki hugmynd hvernig honum var nákvæmlega breitt.
Hér læt ég fylgja með mynd af bíl sem er hækkaður
um 4cm og er á 31”
Ef einhver hefur einhverjar upplýsingar um þessa bíla í snjó, eða hvernig 33" bílnum var breytt, þá endileg láta í sér heyra.