jæja blessaðir hugarar..

ég ætla að segja ykkur frá sliddujeppa ferð sem var farinn í gær 15.2.2001 kl 18:00.
jæja
þetta hófst þannig að vinur minn nefrennsli hringdi í mig og spurði hvort ég nennti út að leika.
aðvitað sagði ég já og við skelltum okkur af stað gallvaskir og ánægðir með að vera á leiðinni út á “hálendi” Íslands ,
ferðinni var heitið á hellisheiðina, þegar við voruk komnir að höfðanum þá hringdum við í vin okkar allra hugara hann yggdrasil og buðum honum með og auðvitað gerði hann eins og góðu fornaldartré sæmir og tók því boði með þökkum og dreif sig með.
jæja núna vorum við þrír og áttum eftir að hitta aðra vini en ég nenni ekki að segja frá þessum eilífu rúntum í reykjarvíkinni sem í raun hófst miklu fyrr ; kl 16:30. Við vorum í rauninni komnir að vegleisunni sem við ætluðum að herja á kl 18:00, nefrennsli var búin að fara þessa leið nokkrum sinnum og því búina ð kortleggja svæðið í GPS tækið sitt og vissi því nokkurn vegin hvað við vorum að fara út í , nema það ætti eftir að vera einhver snjór sem við reyknuðum með en vissum ekki hvar var almennilega.
jæja við hittumst þarna tveir bílar hjá skíðaskálanum í hveradölum Suzuki vitara á 33“, á 10” breiðum felgum, og Toyota landcruiser á 33“ , sem var á 8” felgum,
þannig að í raun var sukkan að rústa þessu á allan hátt hann er léttari og meira afl sem vélin í honum skilar og hann flítur betur út af því að hann er á breyðari felgum…
þarna í þessu stoppi þá var undirbúið allt , hleypt úr dekkjum, farið í úlpur , húfunum troðið á hausinn og laggt af stað.
við keyðum frekar greitt svona fyrtsa kaflan því þar var voða lítill snjór , þetta var eins og eiðimerkur rallý en var samt gaman, svo komum við að hól sem við reydum að komast upp á en komumst ekki og þurftum því að taka slóðan í þetta skiptið.
það var ekki fyrr en við vorum búnir að keyra svona í 2 mínutur frá hólnum sem kom almennilegur snjór og báðir bílarnir PIKK fastir, þá urðum við að taka á honum Stóra okkar ( ekki miskilja mig við vorum ekki með vinin í höndunum) og moka okkur út úr þessu.
það tókst eftir smá snjógröft og ýtingar en við létum þetta ekki á okkur fá og héldum áfram þangað til að við stoppuðum til að tala saman um áfram hald þessarar ferðar og eftir þær samræður þá ákváðum við að taka smá auka og koma við á nesja völlum og tókum því vinstri beygju og keyrðum í þá átt um það bil 5 mínutur þegar við komum að stórum bala með miklum snjó og erfiðum aðstæðum.
við reyndum að komast upp þarna en ekkert virkaði þangað til að nefrennsli ákvað að gefa nú cruisernum almennilega inn og sýna þessari súkku að það er ekki bara afl sem ræður í þessu það er líka lagni í akstri og hugsunargangur brjálaðings,
jæja þá gefur minn maður í og ætlað að vaða upp en allt kom fyrir ekki hann rennur smá og nær í þessum rennslum að affelga hægri aftara hjól og sitjum við því þar fastir …
þegar að allir vorum búnir að átta okkur á að við gátum ekki komið rassgötunum okkar í bæinn nema með aðstoð þá reyndum við að hringja í alla jeppa kalla sem við þekktum til að reyna að athuga hvort það væri ekki stemmin í að koma út í smá björgunar leiðangur.
En ekkert gégg , enginn nennti að redda okkur eða búnir að opna öllara og chillandi þannig að við vinirnir héldum fund þarna uppi á kaldasta hálendi helvítis .
út úr þeim fundi kom það að við höfðum engan annan kost nema að annað hvort að láta súkkuna ná í nýtt dekk í bæinn eða að hringa í hjálparsveit skáta í hveragerði og biðja þá blíðlega um að redda smá affelgun og rugluðum unglinum uppi á fjalli sem og þeir gerðu og við erum mjög þakklátir á það .
á svo þegar við vorum búnir að hringja þá ákvað vinur okkar sem er á súkkunni að fyrst hann var komin þangað upp eftir þá skildi hann nú jeppast eins og maður og fór hann þá að runta um þennan bala í leit að miklum snjó og hengju til að hoppa á .
Viti menn ku drengurinn ekk hafa fundið hengju dauðans, fyrir framan hana var vel djúpur snjór sem æpti á hann keyrðu yfir mig BJÁNI , auðvitað gerði hann það og festist feitt en mokaði sig upp og ákvað að hann skildi riðja ser smá braut að hengjunni og svo reyna við hana .
Hann komst að lokum að hengjunni og gaf sér svo gott tilkeyr(tilhlaup) og gaf allt í botn , hann þrumaði á hengjuna og hoppaði minnstakosti svona 0,5 meter upp í loftið.
Við lendinguna , sem var solldið hörð þá braut hann drifið að framan og reykur dauðans steig upp frá því.
á þessu stigi máls vorum við 7 manns með 2 sliddujeppa uppi á kaldasta hálendi fjandans og biðum eftir að skátasokkurinn kæmi , sem var nú ekki löng bið frá því að drifið brotnaði en tímin var svona 10 mínutur.
þegar skátinn kom þá var þetta stor ford econoline á 38" dekkjum sem hurfu undir þessum dreka og einn mjög grumpy maður vippaði sér út úr bílnum .
við löguðum dekkið á svona hálftíma og drulluðum okkur í bæinn sem var nú komin tími til en ég var komin heim uppúr kl 12 áð miðnætti og ógeðslega þreyttur en í góðu skapi eftir vel heppnaða ferð fyrir utan affelgun og brotið drif…
P.S. ekki fara á fjöll nema að vera með drullutjakk og loftdælu…

kveðja DuPont