Þessi grein mín átti í fyrstu að vera svar við korkinum: “Alvöru jeppar að deyja út” en síðan sá ég að ég hefði frekar mikið um þetta mál að segja ásamt nýju könnunninni sem er komin hér á jeppasíðuna og ber yfirskriftina: “Hvaða fjöðrunarkerfi er undir þínum bíl?”
Fyrst að svari mínu við korknum.
Skilgreiningin á alvöru jeppa hefur alltaf verið á svolítið gráu svæði og fer í raun eftir því hvern þú talar við, hvað er alvöru jeppi.
Fyrir mitt leyti myndi ég telja bíl undir alvöru jeppa ef hann uppfyllti eftirfarandi skilyrði:
1: Mótor sem kemur bílnum vel áfram bæði í léttu og þungu færi, eyðir ekki uppúr öllu valdi og hefur mikið vinnslusvið þannig að fjölbreytileikinn sé fyrir hendi. Hann semsagt hafi þónokkuð tork á lágum snúning en hafi þá eiginleika líka að “orga” áfram á hærri snúning. Hér er bæði átt við bensín og dísel, þótt ég sé persónulega hrifnari af bensín vélum og miða standardana mikið við þær.
2: Kram, s.s. gírkassi/skipting, millikassi, drifsköft, hásingar, fjöðrunarbúnaður og auðvitað grind, sé þannig búið að það þoli vel átökin sem vélin og dekkin geta valdið. Það segir sig nokkuð sjálft að þetta fer auðvitað algjörlega eftir vél (stærð, gerð og eiginleikum) og dekkjastærð að mestu þótt ýmislegt geti spilað inní, eins og felgubreidd, þyngd og hversu þungur gjafarfóturinn er. Persónulega vill ég ekki þurfa að “passa” mig þegar ég er að leika mér í torfærum og vill að bíllinn þoli það sem ég býð honum.
3: Fjöðrunarkerfið vill ég hafa þannig að bíllinn geti teygt sem mest úr sér, því lítið kemst maður áfram ef dekkinn ná ekki til jarðar :) Það er auðvitað alltaf þægilegt að hafa bílinn óhastann en ég tel að teygjan og trackið séu mun mikilvægari þættir í fjöðrun þótt þetta haldist oftast í hendur.
4: Stærð, gerð, þægindi, útlit o.þ.h. finnst mér algjört aukaatriði enda fer það eftir smekk hvers og eins og getur valla talist factor í hvað sé “alvöru jeppi”. Aksturseiginleikar eru frekar neðarlega á lista þegar ég er að meta fjallajeppa enda er það mín skoðun að þú sért að smíða/kaupa þér bíl til utanvega aksturs og þá þarf hann ekki að geta legið í krappri beygju á 90-100 km hraða.
Annað man ég ekki svona í svipan og minni á að þetta eru mínar persónulegar skoðanir og frábið mér allt skítkast ;)
En það væri gaman að heyra ykkar skoðanir á málinu.
Hvað varðar könnunina þá fannst mér vanta loftpúðafjöðrun þarna inná (þó svo hún flokkist vissulega undir annað) þar sem hún er orðin mjög vinsæl undir breytta bíla og virðist gilda þá einu hvort um er að ræða mikið breytta, þ.e. smíðaða upp frá grunni, eða lítið breytta bíla sem aðeins er búið að setja á stærri dekk. Ég veit að vísu ekki af bíl á loftpúðafjöðrun sem er á minni dekkjum en "38, en miðað við fjöldann allan af bílum sem eru hér á götunum, myndi ég halda að þetta væri orðið mjög vinsælt.
Ég tek það fram otti að þetta er alls ekki gagnrýni, mig langaði bara að benda á þetta og fá skoðanir á þessu hjá hugurunum :)
Kær kveðja Taz