Sælt veri fólkið!
Fyrst langar mig til að hvetja menn til að hefja upp sína fimu fingur og skrifa meira á þennann vef. Núna er að koma haust, það er örlítil snjókoma á austurlandi og Ítalarnir að drepast úr kulda á þeim stað sem er fyrst von á snjó og hugsiði ykkur, þá fyrst verða þeir óhamingjusamir.
Mig langar til að bulla eitthvað um felgur af því að ég er einmitt í hremmingum með svoleiðis núna.
Það má í raun tala um 2 teg af felgum, ál, og stálfelgur. Stálfelgur hafa haldið velli á markaði f. mikið breytta bíla vegna þess að stálið er vinnanlegt þ.e. það hægt að breikka þær í þá átt sem maður kærir sig um eða jafnvel færa miðjuna innar eða utar.
Álfelgur eru að jafnaði smekklegri að líta en eru torunnar eða jafnvel óvinnanlegar. Þær eru illmögulegt að rétta ef þær verða fyrir averka en þurfa að jafnaði meiri högg til að skemmast. Álið hefur þann ótvíræða kost að vera mun léttari en stálið og réttari þ.e. betur jafnvægisstilltar. Þær hafa þann kost líka að endast betur þar sem gúmmíið og álið mætast. Einnig ef dekkin fá að eldast á álfelgu þá gróa þau föst og þá er minni hætta á affelgun.
Í könnunina fannst mér vanta “bæði”
Ég er iðulega á áli yfir sumartímann enn stáli á veturna. Á sumrin vil ég hafa bílinn snyrtilegann en sætti mig við að hann sé ekki eins mikill jeppi og á veturna þegar ég vil hafa bílinn ruddalegann og til í hvað sem er.
Kv Isan