3. Umferð Íslandsmótsins í Torfæru 3. Unmferð íslandsmótsins í torfæruakstri fór fram á Hellu laugardaginn 12. júlí þetta var 30 keppnin sem haldin er á Hellu, Hellu keppnirnar hafa heillað áhorfendur og það koma venjulegast tæp 300-400 manns sem er mjög gott. Það voru 16 keppendur skráðir til leiks sem er að mesta sem hefur verið. Haraldur Pétursson leiddi fyrir keppnina var með 16 stig í öðru sæti var Sigurður Þór Jónsson með 14 stig í götubíla flokki leiddi Gunnar Gunnarsson var með 18 stig en Ragnar Róbertsson var með 16 stig í öðru sætinu.
1. Braut var frekar erfið, hún byrjaði að keppendur áttu að fara niður svo upp erfitt barð svo niður aftur og í smá hliðarhalla og svo upp barð, Haraldur Pétursson var sá eini sem komst alla leið en Erlingur Reyr nýliði velti í fyrsta barðinu og fékk fá stig einnig velti Helgi Gunnarsson einnig nýliði en Ragnar Róbertsson komst næstum því alla leið eins gerði Sigurður Þór það.
2. Braut var líka frekar erfið hún var frekar líka fyrstu braut hún byrjaði uppi síðan áttu þeir að fara niður síðan upp erfitt barð síðan niður aftur og aftur upp eigilega sama braut og fyrsta en ekki sömu börðin. Sigurður Þór var sá eini sem komst alla leið og tók þar með 1 sætið af Haraldi en Björn Ingi Jóhannsson sem sigraði í annari umferðinni velti einnig veltu þeir Bjarki Reynisson og Pétur V. Pétursson eins og þið sem hafið lesið þetta þá voru brautirnar erfiðar því að það voru komnar fimm veltur í tveim brautum. Ragnar Róbertsson og Gunnar Gunnarsson voru jafnlangt og fengu 80 stig af 350 mögulegum.
3. braut var dálitið auðveld, hún byrjaði niðri þeir áttu að fara upp smá barð síðan niður og upp auðveldan hól og síðan áttu þeir að taka beygju strax til vinstri. Gunnar Ásgeirsson og fimm aðrir gátu þessa braut en Pétur V. Pétursson velti í annað sinn í þessari keppni Ragnar Róbertsson komst alla leið en ekki Gunnar Gunnarsson en Karl Víðir Jónsson komst líka alla leið og var í öðru sæti í götubílaflokknum.
4. braut var auðveld fyrir nokkra bíla hún byrjaði að fara upp barð síðan niður í hliðarhalla síðan upp auðveldan hól Gunnar Gunnarsson og Ragnar Róbertsson komust báðir alla leið og Sigurður Þór komst einnig alla leið en Haraldur komst ekki alla leið og Sigurður Þór var þar með komin með góða forystu.
5. braut var erfið það komst engin upp hún beint upp en með þremur börðum í brekkunni, Karl Víðir Velti í henni og allir fengur 150- 180 stig í þessari braut.
6. braut var tímabraut, þeir byrjuðu að fara niður svo smá beinan kabla og síðan í smá hliðarhalla svo upp í brekkur sem var með ubeygju í svo niður aftur. Björn Ingi náði besta tímanum en Gunnar Ásgeirsson velti í þessari braut.
7. braut var áin og það voru aðeins þrír sem luku henni þeir Harladur Pétursson, Ragnar Róbertsson og Gunnar Ásgeirsson en Sigurður Þór Jónsson hitti ekki á endaliðið og fyrir síðustu braut munaði 167 stigum á Haraldi og sigurðui og Haraldur fékk 300 stig í 8. braut sem var mýrin en Sigurður Þór fékk 160 stig þar með vann Haraldur með 7 stigum. Ragnar Róbertsson sigraði í götubílaflokki, Karl Víðir í öðru og Gunnar í þriðja. Björn Ingi festist í mýrinni og fór upp á bílinn og stökk út í mýrina til að skemmta áhorfendum.

En hér koma svo úrslitin á Hellu:


1. Haraldur Pétursson 1655 stig
2. Sigurður Þór Jónsson 1648 stig
3. Gunnar Ásgeirsson 1145 stig
4. Ragnar Róbertsson 1110 stig
5. Kristján Jóhannesson 1030 stig
6. Karl Víðir Jónsson 930 stig
7. Björn Ingi Jóhannsson 885 stig
8. Gunnar Gunnarsson 840 stig
9. Bjarki Reynisson 680 stig
10. Leó Viðar Björnsson 630 stig
11. Helgi Gunnarsson 595 stig
12. Garðar Sigurðsson 580 stig
13. Pétur V. Pétursson 570 stig
14. Daníel G. Ingimundarson 515 stig
15. Guðlaugur Sindri Helgason 450 stig
16. Erlingur Reyr Klemensson 120 stig

Staðan í mótinu (sérútbúinn)

1. Haraldur Pétursson 26 stig
2. Sigurður Þór Jónsson 22 stig
3. Kristján Jóhannesson 16 stig

Staðan í götubílaflokkum

1. Ragnar Róbertsson 26 stig
2. Gunnar Gunnarsson 24 stig
3. Bjarki Reynisson 16 stig