Vinur minn var með Suzuki Vitara á 33“ sem virtist vera ódýr í rekstri. Við værum líka á sambærilegum bílum svo það lá beint við að fá sér Súkku
Var búinn að heira að helsti gallinn við Súkkuna á 33” væri að hana skorti afl.
Fékk mér því Sidekick Sport með 1800 vél 120 hesta.
Þá fór ég að heyra vana fjallamenn halda því fram að ég hefði gert mikil mistök því ekki væri hægt að setja 15“ felgur undir þannig bíl. Ég var nokkuð hissa á þessu því ég veit að bremsum á mörgum Nissan og Toyota jeppanum er breytt verulega til að undir komist 15” felga í stað 16"
Það kom líka á daginn að þetta var ekkert mál.
Það þurfti ekki einusinni að renna sjálfan bremsdiskinn heldur rétt aðeins að slípa eina festingu.
Vildi bara gera smá tilraun til að eiða þessari þjóðsögu að ekki sé hægt að breyta Sidekick og Vitara Jeppum með álvöru vélar.
T.d væri 2 lítra eða 6 cylindra vitara góður kostur.
Hásingarnar á þessum bílum eru einnig 2 tommum breyðari og fjöðrunin öll mun skemmtilegri. Torkið er einnig orðið það mikið að 5 gírinn nýtist vel.
Mínusinn er náttúrlega aðeins aukin þyngd.
Mitt hjól: Jamis Dakar