1. Umferð Íslandmeistarmótsins í Torfæruakstri fór fram á sunnudaginn eða 25. maí, keppnin fór fram í Bolöldum eða í Jósepsdal rétt fyrir neðan Litlu kaffistofuna. Gísli Gunnar Jónsson var ekki mættur til leiks hann ætlar að taka sér árs frí og Björn Ingi Jóhansson sem lendi í öðru sæti í íslandsmótinu í fyrra eyðilagði vélina sína og var því ekki með.
1. braut var auðveld hún byrjaði á því að fara yfir smá barð og síðan hliðarhalli og svo upp smá brekku, Haraldur Pétursson var sá eini sem fór þarna upp og tók forustana, götubílarnir festust bara þegar þeir áttu að fara í loka brekkuna.
2. braut var upp barð síðan upp lausa brekku, engin fór þarna upp flestir fengu 50-80 stig en Sigurðu Þór velti í þessari braut.
3. braut var auðveld og þar fengu allir 350 stig nema tveir keppendur þeir Pétur V Pétursson og Karl Víðir Jónsson.
4. braut var erfið þar komust engin nema tveir upp fyrsta barðið þeir Haraldur og Pétur og fengu þeir nátturlega flest stigin.
5. braut var erfið fyrir fyrstu bíla en Gunnar Ásgeirsson velti í þessari braut og flestir aðrir fengu 300 - 350 stig.
6. braut var erfið það fór engin upp, þeir byrjuðu að fara upp brekku svo í hliðarhalla og síðan beint upp barð en fengu ekki nóg tilhlaup til að geta þetta því reyndi ekki almennilega við þetta.
7. braut var tímabraut og þar náði Sigurðu Þór besta tímanum, Gunnar Ásgeirsson öðrum besta tímanum svo Bjarki Reynisson, Haraldur náði fimmta besta tímanum en Krisján náði þeim fjórða.
8. braut var auðveld en margir héldu að hún yrði erfið allir fengu 350 stig en hér koma lokaúrslitin.
1. Haraldur Pétursson 1920 stig
2. Kristján Jóhannesson 1690 stig
3. Sigurðu Þór Jónsson 1600 stig
4. Daníel G Ingimundarsson 1235 stig
5. Leó Viðar Björnsson 1110 stig
6. Gunnar Ásgeirsson 1080 stig
Götubíla flokkur
1. Gunnar Gunnarsson 1650 stig
2. Bjarki Reynisson 1370 stig
3. Ragnar Róbertsson 1240 stig
4. Pétur V Pétursson 820 stig
5. Karl Víðir Jónsson 560 stig
Næsta keppni fer fram 14. júní á Blondósi