Heilir og sælir kallar, drengir og konur
Ég ætla að segja ykkur frá ferð sem ég fór í um páskana!
Fyrst áttu geðveikt margir að fara með en endaði með því að við fórum bara á 3 bílum og enginn á 38“ s.s 1stk Nissan Patrol á 35”, Toyota LandCruiser 70 stutti á 36“ og svo rúsínan í pylsuendanum Suzuki Jimmy á 31” minnir mig :Þ
Lögðum af stað frá Select kl.12:00 inná Þingvelli og svo inná Kaldadalinn. Þegar við vorum komnir eitthvað áleiðis brunaði Patrol á 38“… :D jessssss… upp að okkur, hann var bara einbíla og við vorum ekkert að mótmæla því, hann var með spil og allt marr!
Hann ætlaði að bruna á undan okkur… nennti ekki að bíða eftir okkur ;/ 10 mín seinna var hann pikkfastur í krapasulli. Ég var á þyngsta bílnum þannig að ég þurfti að draga alla :Þ Eftir það ákváðum við að halda bara hópinn! Gúd sjitt hugmynd! Svo komum við að á! hún var einn KRAPAPOLLUR. Jimmy-inn var eitthvað að reyna að komast yfir en hann pompaði niður. Þá kom maðurinn á Pattanum og bakkaði aðeins og áður en marr vissi af brunaði hann fram hjá okkur með drusluna í hvínandi botni! OG YFIR ÁNNA hann fór EKKI! Hann komst aðeins meira en hálfaleið yfir. Þá tókú björgunarstörf við! Ég reyndi að rykkja í hann en hann HAGGAÐIST ekki! Síðan föttuðum við að hann var með SPIL!!! auðvitað þvílíkir hálvitar getum við verið!
EN HANN HAFÐI ALDREI NOTAÐ ÞAÐ!!!!!!
Það var BILAÐ vegna OF lítillar notkunar! reyndar orðið gamalt
Í besta veðri sem hugsast gat vorum við berir að ofan að moka drusluna og eftir 4 tíma af mokun og bjórdrykkju náði Pattinn minn að rykkja honum úr festunni!
5 metrum ofar var besta vað í heimi ekkert mál að komast þar yfir!
Ok áfram héldum við og komum nokkrum sinnum að ánni en þá var farið hægar yfir sem sumir höfðu gert og sú aðferð VIRKAR mun betur. Láta bílinn þjappa snjónum undan sér!
Síðan var svona snjóauðna þar sem menn voru frekar graðir á gjöfinn lenti vinur minn á Crúsernum að missa afturendann á stein þannig að felgan kengbognaði og var í hakki! Gaurinn á Pattanum gat þó gert eitthvað í ferðinni! Hann var stálsmiður þannig að hann barði felguna rétta! Síðan var tekin kolsýra og dekkinu skotið uppá. Það var smá leki en því var reddað hér er uppskriftin!
1. Blár Extra tyggjópakki
2. Lím sem er notað í hjólabætur
3. Skrúfjárn til að pota
4. Heyrn (til að hlusta hvort leki ennþá!
Eftir 12 tíma strit og vægast sagt ævintýralegan dag ákváðum við að snúa við og reyna aftur daginn eftir! Patrolkallvitleysingurinn:Þ fór heim! Við vorum með skála á Þingvöllum sem við gistum í og lögðum af stað snemma daginn eftir! Þegar við komum að staðnum sem við enduðum daginn áður lentum við í nokkru sem er mjög fyndið! Það kom annar bíll! Hann var einbíla! En það var reyndar alveg glænýr Discovery á 38” Ground Hawk dekkjum! Hann er MJÖG flottur! En við þorðum ekki að segja nei við aumingja kallinn enda kominn á fimmtugsaldurinn og hlaut að vera með meira í kollinum en hinn vitleysingurinn á Pattanum! Eftir þetta eina vað sem við enduðum daginn áður var það greið leið uppá jökul! Þar var gaman! Ég var með í 3 pundum og bíllinn flaut alveg asskoti vel! Nema helv.. Jimmy-inn sem spólaði sig bara niður. Við skildum hann bara eftir og fórum að leika okkur! MJÖG GAMAN reyndar leiðinlegt veður uppá jöklinum!
Á leiðinni niður að Langjökulsafleggjaranum lenti ég í því að skera dekk hjá mér! Ég reddaði því með því að troða einhverju gúmmíi í gatið og brunaði niðurí Húsafell. Þar keypti ég tvo pakka af hjólabótum og vorum þrír að bæta dekkið með alls konar sulli en ég komst í bæinn :Þ
Sendið ykkar ferðsögu!
Kv. Geiri
Brátt 38" Patrol :D