Þessa spurningu ættirðu auðvitað að setja inná 4x4 síðuna. En það er 4x4 að þakka að við fáum ennþá að keyra um á okkar fjallabílum bæði á vegum og utanvega. Tækninefnd klúbbsins hefur komið að flestum reglugerðum varðandi breytta jeppa undanfarin ár og hefur þar með tryggt réttindi okkar áfram. Svo hafa margir slóðar og vegir verið stikaðir, landgræðsluferðir farnar árlega, uppbygging nýrra skála og viðhald gamalla og síðast en ekki síst uppbygging á eigin VHF kerfi sem nær orðið yfir nánast allt landið.
Þetta er svona það helsta en svo eru auðvitað vinabönd sem hafa myndast innan klúbbsins, sýningar og margt fleira. Ég hef verið félagi síðan 1989 og verð það áfram um ókomna tíð og kvet alla áhugamenn um sportið að ganga í klúbbinn, árgjaldið er lágt með tilliti til afslátta sem félagsskírteinið veitir bæði í verslunum og á skálagjöldum.
kv
Cruise