Sælir Hugarar
Þar sem að ekki lítið er um skriftir hérna að þá langaði mig til að segja ykkur frá alveg magnaðri ferð sem ég fór í núna á sunnudaginn upp á Langjökul.
Við lögðum af stað frá Select um klukkan 10:30, við vorum á tveim bílum þ.e.a.s ég á mínum Patrol með sleðakerru sem var örugglega svona tonn á þyngd og félagi minn á Suzuki Samurai. Ég lét súkkuna fara Borgarnes leiðina fram hjá Húsafelli og að við myndum hittast á afleggjaranum upp á jökulinn við Geitá enda var þetta hans fyrsti jeppatúr. En ég á mínum Datsun fór Kaldadalinn.
Þegar að ég var kominn fram hjá Þingvöllum og bröttu brekkunni tóku við ágætis skaflar í veginum. Ég á mínum 35" sumardekkjum átti í erfiðleikum með fyrstu skaflana því kerran tók vel í. Þá var bara skellt í lágadrifið, læsingar á og hleypt úr. Allt gefið í botn og djö**** var Pattinn að virka.
Síðan komum við að jöklinum í skítakulda örugglega -10-15°C skafrenningur en alveg heiðskírt. Lendum bara í besta færi sem völ er á s.s vel þjappaður snjór og harður snjór. Losaði mig við kerruna og lagði af stað upp á jökulinn. Ég keyrði bara áfram upp, nennti ekki að bíða eftir súkkunni. Brunaði áfram upp að Geitlandsjökli en þar var varla hægt að keyra upp á hann vegna þess að þar var mikill púðursnjór. Í staðinn naut maður bara útsýnisins í staðinn sem var alveg magnað.
Mér finnst að við hugarar ættum að skella okkur í dagsferð upp á Langjökul einhvertíman á næstunni og sanna getu bílanna okkar.
Kv. Geiri Gúrka
Eðal Datsun
Myndir úr ferðinni= http://www.pbase.com/eidurag/lngjkl1901