Þetta á náttúrulega markt sameiginlegt. Eins og ef maður er bíladellukarl á manni að finnast amerískir bílar bestir. Ég er viss um að þér Partytruck fyndist ekkert leiðinlegt að prufa eina bunu á 1300 hestafla apparati með skófludekkjum en hinsvegar þá er, að mér finnst, mest spennandi við jeppadelluna þessa almennu að vera þeir einu í heiminum sem nota 44" Patrol eða Hilux til að rúlla út í Hagkaup ásamt því að keyra yfir svæði sem annars eru annars aðeins fær snósleðum eða sérhæfðum tækjum.
Við skulum samt ekki gleyma því að uppbygging tækjanna er sú sama: fjórhjóladrif, læsingar, kraftmikill mótur, hugmyndaflug, hugrekki og smá heilaleysi. Hinsvegar eru jepparnir okkar einu skjól uppi á hálendi og það sem við treystum á fyrir veðri og vindum. Jepparnir verða að hafa ýmislegt til að bera til að vera nothæfir og í raun allt það sem gæti þurft: hita, búnað til að vera við smávægilegar bilanir, loft fyrir dekkin, búnað til að gera við götuð dekk o.s.frv. allt í einum bíl meðan keppnis bílar geta tekið 40 feta gám með varahlutum, dekkjum, verkfærum, loftpressu,rafsuðutækjum, rafstöð o.s.frv.
Munurinn er í raun sá sami og að stunda skokk út í náttúrunni eða langhlaup á ólympíuleikum.
Hreyfing er holl en keppnisíþróttir eru stórhættulegar.
Kv Isan
P.s. Þetta með ferðafélagana er líka alveg dagsatt en keppniskarlarnir hafa líka sinn félagskap í kringum sportið, t.d. af teyminu sem fylgir bílnum og öðrum keppendum.