Ég spjallaði um daginn við mann um góðar leiðir til að auka afl í bílvélum og hann nefndi hluti sem ég hef ekki heyrt áður.
Flækjur eru sennilega besta og ódýrasta leiðin til að auka aflið án þess að það bitni á eyðslu. Þær draga loftið út úr sprengihólfinu og hjálpa vélinni að draga alltaf hreyna blöndu inn.
Til að blandan verði sem réttust þarf að hjálpa loftinu inn með ýmist afkastameiri loftsíu og eða slípa soggreinina til að minnka viðnámið fyrir loftið.
Þetta segir sig frekar sjálft, allavega fyrir þá sem eitthvað vita um vélar.

Það sem ég þekkti ekki var að blueprinta vélar.
Það var fólgið í að finna málsetta teikningu af vélinni og setja vélina í orginal mál. Það má ýminda sér að vélar séu steyptar í mót sem síðan slitna og þannig tapa vélarnar upphaflegu gildi.
Framleiðendur leggja upp með ákveðnar forsendur og með mikilli fjöldaframleiðslu minnka gæði vélanna.

Með málsettri teikningu er hægt að setja vélina í upphaflega mynd og ná úr vélinni aflinu sem framleiðandi lagði upp með.


Segiði mér nú hvað þið vitið um þetta og hvort menn nota þessa aðferð og þá hvort það skili ætluðum árangri.

Kv. Isan