Það er nú búið að standa til lengi að fara í hugajeppaferð og ekki hefur enn verið farið, eða allaveg ekki svo að ég viti. Ég veit að það langar flestum sem eiga jeppa og stunda þetta áhugamál að fara með. En þá er bara spurning um skipulag. Ég veit ekki alveg hvernig það á að fara að því að skipuleggja svona ferð, en ég held að það væri ágætis hugmynd að hafa kosningu, og svona þeir fimm efstu gætu kanski hist og skipulagt eitthvað, eða bara gert það með e-mail. Þetta er allaveg það sem mér dettur í hug og það getur örugglega einhver komið með betri hugmynd. Þá er náttla að skipuleggja einhverja leið, panta skála og svo yrðu menn bara að skrá sig, og ef þeir myndu svo hætta við þá yrði að láta vita. Svo finnst mér nú að allir ættu að mega fara með, þó svo að þeir séu á litlum bílum en ég held að lágmark í svona ferð sé að það séu amk. 3 bílar á 38“ dekkjum. En þetta er bara það sem mér finnst og það sem mig langar að gera. Núna er ég ekki á neinum rosalegum jeppa, MMC l200 á 33”, en mjög vel útbúinn, samt hef ég gríðarlega reynslu af svona jeppaferðum og ég held að þetta muni takast ef réttu mennirnir eru settir í þetta.

Kveðja.
Otti

P.S.
Já, og á hvernig bílum eruð þið sem hafið áhuga eiginlega?
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian