Síðasta vetur var gerð tilraun til að fara í hugara jeppaferð, en með frekar litlum árangri. Það er nokkuð ljóst að það eru frekar margir á lítið breyttum bílum þ.e. 31“ - 35” dekkjum.
Þannig að miðað við útbúnað og orku finnst mér þórsmörk/Goðaland ákjósanlegur staður.
Árnar inneftir eru nú ekki eitthvað sérstakt áhyggjumál á þessum tíma, í versta falli gætu verið einhverjar ísskarir, sem þá stærri bílarnir gætu brotið og dregið þá minni yfir, árnar eru náttúrulega jökulár, og þar sem lítil bráðnum er yfir vetrartímann er frekar lítið í þeim á veturna. Allt í lagi samt að búast við einhverjum dráttum yfir árnar, þá held ég aðallega Lónið og Steinholtsá, kannski Hvanngilsá, oft bakkar þar, en maður fer ekki í jeppaferð án vesens. Einhverjir nokkrir gæjar sem eru reyndir. Og ef nokkrir þungir bílar með góða stuðara, séu með í för ætti ekki vera neitt vandamál að draga bíla yfir, ef þess er þurfi, (sem ég er svo ekkert svo viss um að þurfi).
Í stuttu máli, það hefur ekki verið svo mikill snjór síðustu ár að Þórsmörk sé eitthvað vandamál, ef einhverjir lítillega reyndir menn séu með í för.
Árnar þangað inneftir eru ekki svo djúpar yfir vetrartímann að lítið breyttir bílar eigi vandræðum, samt ágætt fyrir þá að hafa svefnpokann ofarlega.
Stemmingin sem getur myndast í skálum eftir góða dagleið getur verið ógleymanleg, svo ég mæli með að menn dvelji eina nótt, í skála, bíl eða tjaldi. daginn eftir ef veðrið er gott er hægt að renna upp á heiðinna fyrir ofan Seljalandsfoss, og áleiðis upp á Eyjafjallajökull.
Möguleikar, möguleikar, best að ákveða að ferðin mun verða haldin segjum seinnipart í janúar, farið verður í Þórsmörk, gist í Básum, (í bíl, skála eða tjaldi) einhverjir 38“ reyndir bíleigendur bjóði sig fram til að vera fremstir þeir verði vera tilbúnir að ryðja ár sé þess þörf og draga minna breytta bíla yfir.
Opnir möguleikar daginn eftir, renna upp á Eyjafjallajökul.
gott ef einhverjir öflugir væru á leiðinni til baka sama dag og gætu fylgt minna breyttum bílum til baka.
Ég gæti fengið örugglega fengið skálann í Básum/Goðalandi lánaðan gegn sanngjörnu gjaldi, menn greiði við komu þangað.
Ég býð mig fram sem einn af fyrstu bílum, er á 38” Landcrusier árgerð 88 læstum, þungum og ágætlega tilbúinn til að brjóta niður ísskarir.
Skulum ákveða helgi sem fyrst og standa við hana, segjum 1-2 febrúar (lau-sun) lagt af stað frá select klukkan 9:30.
þá leggja af stað fyrstu bílar hinir geta fylgt. lágmarksbúnaður CB, rás 13, eða þessháttar.
Mín hugmynd. Endilega svarið hér á Huga, eða á birkirr@heimsnet.is (heimsnet.is/birkirr).
kveðja
Birkir R