Áður en þessi plata kom út var það eina sem ég hafði heyrt um hana áður voru einhver tónleika upptaka frá House of Blues (í Chicago). Þegar ég heyrði þessi lög í House of Blues, I’ve Got To See You Again, Don’t Know Why, vissi ég að hún átti eftir að “meika’ða” eins og platan gefur til kynna og er hún tilnefnd til nokkra (held 8) grammy verðlauna. Það sem gerir plötuna mikið áhugameiri er að það er Íslendingur sem tekur hana upp, Husky Huskolds, man ekki hvað hann heitir réttu nafni.
Þeir sem leika á plötunni eru engir smá kallar/konur:
Norah Jones: Piano, Rhodes, Söngur
Brian Blade: Slagverk, Trommur (Kenny Garnett, Bob Dylan)
Bill Frisell: Rafgítar (Jeff Buckley, Ginger Baker)
Dan Rieser: Trommur (Fernando Tarres)
Adam Rogers: Rafgítar (Bill Evans, David Gilmour)
Tony Scherr: Kassagítar, Slide-Gítar (Michael Blake)
Kevin Breit: Kassagítar, Rafgítar, “Pedal-Steel” (Celine Dion)
Kenny Wollesen: Trommur (Sean Lennon, Sex Mob)
Jesse Harris: Kassagítar (First Choice)
Rob Burger: Harmonikka, Gufuorgel (Tin Hat Trio, Gabriela)
Sam Yahel: Hammond-Orgel (Joshua Redman)
Lee Alexander: Bassi (Victoria Williams)
Jenny Scheinman: Fiðla (A Camp, Gabriela)
Adam Levy: Rafgítar (Tracy Chapman)
Ég vill ekki fara nánar í plötuna, en hins vegar hvet ég alla til að kynna sér þessa einstöku “vinnur-lyftu-djazz” plötu
Stjörnugjöf: <img SRC="http://www.hugi.is/icon/stjarna.gif“> <img SRC=”http://www.hugi.is/icon/stjarna.gif“> <img SRC=”http://www.hugi.is/icon/stjarna.gif“> <img SRC=”http://www.hugi.is/icon/stjarna.gif"
- garsil