Þannig er mál með vexti að mamma mín er svona listakona.. Málar myndir og leirar og sveoleiðis. Hún er í svona “skóla” þar sem hún er alltaf að mála, og þar er svona “kennari” sem var einu sinni bassaleikari (ef mamma mín hefur skilið hann rétt). En allavega hann sendi mömmu mína heim með fullt af plötum til að gefa mér :D … Þetta voru held ég 5 weather report plötur, 3 Return to Forever, 2 Clarke/Duke project, ein Bill Bruford band, ein Spyro Gyra, og svo einhverjar safnplötur og fl.
..Ég er allavega drullusáttur :)