Þessi maður er mjög góður, hann er af fyrstu kynslóð jazzara hér á landi. Hann lék með hljómsveit Svavars Gests í den og var á tímabili giftur Ellý Vilhjálms. Hann er eins og er kennari við Tónlistarskóla FÍH. Hann er frekar hægur og rólegur í spilun og er kannski ekki jafn fjörugur og margir jazzgítarleikarar en ég er byrjaður eða meta hann æ meir, því þær nótur sem hann spilar eru vel valdar. Eitt af þeim einkennum sem hann ber af gamla tíma jazzspilamennsku er það, að hann spilar nóturnar alveg aftast í tempoinu, svona ‘'laid back’' og svalt með gangandi bassa í bakgrunn. Ef einhver vill tékka á honum þá mæli ég að kaupa diskana Bláir Skuggar og Blátt ljós með Sigga Flosa en á þeim eru: Siggi Flosa á alt sax, Þórir Baldurs á Hammond orgel, Pétur Östlund á slagverk og Jón Páll Bjarnason á gítar. Massa diskar, mæli með lögunum Allir í röð og Slyngir fingur. Þeir seldu síðastliðið sumar nóturnar af lögunum, kannski er eitthvað til af þessu út í búð.