Sænska hljómsveitin Jump 4 Joy var stofnuð árið 1992 og hefur komið fram á ótal tónlistarhátíðum, tónleikum og klúbbum. Þeir spila fjöruga blöndu af blús, rokki og boogie og söngarinn og píanóleikarinn Ulf Sandström er þekktur fyrir að fara hamförum á tónleikum. Þeir munu koma fram á blúshátíðinni Norðurljósablús dagana 1.-4. mars á Höfn í Hornafirði og eru aðalgestir hátíðarinnar. Meðal annarra sem koma fram eru hljómsveitirnar Mood, Kenár og Vax
Eins og sést á myndinni hefur Ulf Sandström afar sérstakan stíl við píanóið en hann á það einnig til að æða fram í sal og láta öllum illum látum.