Hún byrjaði söngferil sinn þegar hún fór í söngprufu hjá hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar. Auðvitað var hún þá með í þeirri hljómsveit, KK-sextettinum!
Árið 1960 söng hún inná sína fyrstu plötu, næsta tveggja laga platan kom svo þrem árum seinna! (sennilega mikið að spila á böllum)
Það voru gefnar út fleiri tveggja laga plötur en ég nenni ekki að nefna allt…
Hún hætti að syngja opinberlega seinni hluta 1964, samt hélt hún áfram að syngja inná plötur og fór hún að syngja inná tólf laga plötur!
Hún fór til Englands árið 1965 um haustið að syngja lög úr söngleikjum og bíómyndum.
Seinna fóru sistkynin að syngja saman, Vilhjálmur og Ellý.
Þau sungu bara inná tólf laga plötur og fyrsta platan var gefin út árið 1969.
Eftir það sungu þau inná tólf laga jólaplötu og tólf lög eftir Sigfús Halldórsson, svo líka eftir Freymóð Jóhannson.
Árið 1978 söng hún tólf lög eftir Jenna Jóns inn á plötu.
Árið 1988 kom svo út jólaplatan Jólafrí, sem Skífan gaf út og var það síðasta sólóplatan sem Elly hefur gert.
Rosalega asnalegt en, það stendur hellingur um hana, en það stendur ekkert um hvenær hún fæddist og hvort hún sé dáin eða lifandi… Þótt að ég efist um að hún sé lifandi… annars hefði maður nú eitthvað heyrt um hana…
Og því miður eru engin myndbönd =)
I eat MCs like captain crunch