Django Reinhardt var sannkallaður meistari. Ég setti stutt myndband af
honum í klippukubbinn; þar sést vel hvernig hann notaði fingur vinstri handar.
Mér, Arkímedesi, þykir allmerkilegt, að vegna fötlunar sinnar hafi Django fundið
nýjar leiðir til að mynda hljóma á gítar, og því fara lög hans oft aðrar og óhefð-
bundnari leiðir.