sumir segja að hann eigi heima á gullöld en hann gaf nú út jazz plötu held ég hann spilaði líka smá með Miles og þannig þannig að hann á allveg heima hér =)
Santana er hæplega djassari, þó hann kunni að hafa gefið út plötu(r) með einhverskonar djassi eða djassívafi. Best að flokka hann sem suður-amerískan rokkara; hann spilaði og spilar enn aðallega rokkmúsík, en þó með áberandi suður-amerískum áhrifum.
Bætt við 19. október 2006 - 07:44 Myndin lýsir þessu frekar vel. Santana heldur bæði á rafmögnuðum gítar og maracas, og hægra megin við hann situr maður og spilar á congatrommur.
Þetta er frá Woodstock snilldar band og snillingur hann Carlos Santana. Hann spilaði allskonar tónlist, hann “Carlos Santana” og bandið “Santana”. Allt frá rock n roll uppí salsa:o
Ég hef einmitt bara hlustað á eitt lag með honum - Samba Pa Ti (“lagið” þeirra mömmu og pabba :) hef hlustað á það frá því ég var ungabarn) Þess vegna ákvað ég að samþykkja þetta því hann getur verið alveg út í eitthvað sem passar hér þótt hann gæti alveg verið eitthvað annað. Myndir skaða líka ekki ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..