Þessi maður Charlie Patton sem er einn af feðrum Delta-blúsins, gítartækni hans og lagasmíði er talin vera áhrifavaldur á nánast hvern einasta blúsmann sem kom á eftir honum.
Eitt af þekktari lögum hans er ‘High Water Everywhere’ sem er löng lýsing á flóðinu í Mississipi árið 1927.
Bob Dylan hefur samið tvö lög (sem ég veit af) til heiðurs Charlie Patton.
Það fyrra hét ‘Crash On The Levee (Down In The Flood)’ sem er hálfgerð skopstæling á ‘High Water Everywhere’. Annað lagið heitir ‘Highwater’, sem er endursögn Dylans á sömu atburðum og Patton lýsti í lagi sínu.