Nýjasti diskurinn hans Mehldau er kominn til landsins. Lofar mjög góðu við fyrstu hlustun. Hann tekur að mestu frumsamið efni en þó eru að finna tvö lög með Bítlunum og síðast en ekki síst hið lofaða Paranoid Android með Radiohead (studio version). Hann virðist vera að prufa nýjar leiðir hvað varðar trommu-beat í sumum af lögunum og má greina medeski, martin & wood áhrif. Einnig er lag sem ber heitið “Sabbath” og mætti kannski frekar flokka undir rokk??
Sem sagt:
Mehldau,Radiohead,Sabbath,MM&W og Beatles = ágjætis pakki!!
“When I am king you will be first against the wall”