Það gleyma margir því að Luis Armstrong var ekki alltaf einhver gamall gaur sem sóng smelli eins og What a Wonderful world og Hello Dolly. Hann var einu sinni einn af upphafsmönnum jazzins á seinni hluta 3. áratugsins en þá var hann hann ekki byrjaður að syngja. Þá var hann leaderinn í böndunum The Luis Armstrongs Hot five and sevens, en allt með þeim er algjör klassík og ég mæli sérstaklega með lögum eins og West end blues, Cornet Chop Suey og Heebie Jeebies. Eftir þessi ár varð hann að nokkurs konar fíguru, en gerði samt sem áður nokkrar góðar plötur. JÁ hann var góður trompetleikari og var sá fyrsti til að sólóa yfir lög og það voru góð sóló. Hann var brilliant impróvæser sem sést best í byrjunafrasanum að West end blues, sem er svo magnaður að maður trúir ekki að hann hafi spunnið hann upp á staðnum, sem hann svo sannarlega gerir.
Lifi TROMPETLEIKARINN Luis Armstrong<br><br>“The fog is rising”
Emily dickenson (last words)
Shine on you crazy diamond
Því meira sem maður lærir, því minna veit maður