Frelsissveit Nýja Íslands mun leika fyrir nemendur MH fimmtudaginn 10. febrúar. Tónlistarhópurinn er tiltölulega nýr af nálinni og er skipaður nokkrum af okkur færustu djassleikurum.
Lögin sem flutt verða á tónleikunum í Norðurkjallaranum eru samin af meðlimum hljómsveitarinnar og útsett af Hauki Gröndal. Um er að ræða stíllegan hrærigraut, blanda af dulúð og krafti, frjálsum og fastari formum. Með Hauki, sem leikur á saxófón, sp…ila Óskar Guðjónsson á tenór saxófón, Birkir Freyr Matthíasson á trompet,Samúel J. Samúelsson á básúnu, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa, Scott McLemore á trommur og Pétur Grétarsson á slagverk og elektróník.
Áður en Frelsissveit hins nýja Íslands stígur á svið mun upphitunarband spila fyrir gestum klukkan 8.Og eftir tónleikana verður djammsession ef áhugi og stemming er svo HLJÓÐFÆRALEIKARAR ERU HVATTIR TIL AÐ MÆTA MEÐ HLJÓÐFÆRI SÍN.
Kaffi og kökur verða í boði á vægu verði og einnig gos og annað slíkt.
FRÍTT INN