Sko, það eru alltaf á sumrin jazztónleikar um hverja helgi á jómfrúnni, nánar tiltekið á laugardögum. Þessi dagskrá stendur yfir frá fyrstu helginni í júní til seinustu helgarinnar í ágúst. Þarna spila menn á borð við Sigga Flosa, Þóri Baldursson, Haukur Gröndal o.fl.
Ég hef hinsvegar enga dagskrá séð, en hún hefur oftast birst á heimasíðu þeirra jomfruin.is. Jómfrúin stendur semsagt við lækjargötu en portið er hinum megin þar sem tónleikarnir eru haldnir.
Ástæðan fyrir því að ég er að spá í þetta er sú að Múlinn á Cafe Cultura er á veturna og er kominn í hlé og var ég því að vonast til þess að jómfrúin kæmi í staðinn eins og vanalega.