Ég var að pæla hvort að það væri einhver bók eða eitthvað kennsluefni sem að gæti hjálpað mér að læra að spila jazz. Ég læri á klassískan gítar og kann því ýmislegt fyrir mér í gítarleik. Þannig að það sem að ég er að leita mér að er hvernig maður á að spynna þannig að það hljómi jazzað (ég get bara spunnið blús). Einnig svona hljóma og þannig drasl. Ég veit af the real book og allt það. Ég er semsagt beisiklí að leita mér af efni sem að getur hjálpað mér að færa kunnáttu mína í klassík og yfir í jazz. Vona að þetta meiki sens.
Setti þetta hér til þess að allir sem að spila jazz skoða þetta áhugamál.