Ég hef nú verið að reyna að pikka upp eitthvað af lögum eftir hann, það er að seigja hljómaganga og slíkt, og reyna að sólóa yfir það en það er ekkert smá krefjandi.
Já ok. Var einmitt að spá í því hvort að það sé alveg raunhæfur möguleiki að læra á kontrabassa sjálfur. Þá ég við án kennslu eða tilsagnar eins og margir gera með hljóðfæri eins og gítar eða trommur eða eh.
Allt er hægt auðvitað, en ég mæli með því að þú fáir einhverja tilsögn eða að einhver fylgist með þér, þegar þú byrjar að æfa þig. Það er mjög auðvelt að venja sig á einhverjar óþarfa hreyfingar sem getur verið erfit að breyta seinna. Þannig að það borgar sig að hitta kennara alla vegna þegar þú ert að byrja til að fá tilsögn. Kontrabassi er langt frá því að vera það sama og að læra á t.d. gítar eða rafbassa.
Hlýtur að vera gaman að kunna að spila á kontrabassa, maður sér oft svona náunga sem standa einir á svona secluded stöðum og spila eh dumm dumm stuff sem sándar rosalega vel. Veit að þetta er bjánalega orðað, but you get the point ;)
Já það er frábært hljóðfæri en það er ekkert sjálfsagt að spila á það og láta það hljóma vel verð ég að segja:) Ertu að hugsa um að kaupa þér bassa og byrja að spila?
Trommur. Spila mest metal og rokk en elska að taka blús eða djass session annað slagið í bílskúrnum með lokuð augun í eigin heimi hehe. Spila líka smá á gítar.
Já okei, þannig þú hlýtur að vera kominn talsvert langt í náminu. Ertu mikið í að vinna í kvikmyndatónlist núna, þá meina ég ekki að atvinnu heldur bara sjálfur.
Já, þetta tekur tíma. Reyndar er fólk misfljótt að ná þessu, ég er búinn að vera að spila í 4-5 ár og er á 18 ári, en þekki stráka sem hafa spilað styttra en ég og eru yngri og samt mun betri, svona tæknilega séð í getu. Sumir ná þessu bara einn tveir og þrír :P
Spila á gítar. Er búinn að vera að í ca. tvö og hálft ár. Er mest hrifinn af blús og rokki. Væri samt til í að geta spilað smá blús blandaðan djass. Er samt bara að dunda mér sjálfur - þ.e. ekki í neinu námi. Væri örugglega kominn mun lengra hvað varðar tækni ef ég væri í námi - en mér miðar hægt og rólega áfram eins og er :-).
Mig langar rosalega seinna meir að festa kaup á hljómborði eða svipuðu og munnhörpu. Er mjög spenntur fyrir þessum hljóðfærum.
Ég spila á þverflautu og hef hingað til mest spilað klassík, jazz og dægurlög, núna er ég reyndar hætt að læra og spila þá bara mest það sem lúðrasveitin mín spilar. Annars spila ég bara það sem mér dettur í hug þegar ég tek upp flautuna
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..