Já, ég tékkaði á honum um daginn eftir að þú póstaðir videoi af Road Games inná /rokk ef ég man rétt. Er ekki the general definition fa tónlistinni hans einhvers konar Jazz Fusion ? Hann er alveg rosalegur, líka margir sem hann er að spila með. Fannst trommarinn alveg awesome.
Já, hann hefur alltaf valið mjög færa tónlistarmenn með sér í för. Það var íslenskur bassaleikari sem spilaði með honum í einhvern tíma, hann heitir Skúli Sverrisson. Hérna er Skúli t.d með honum: http://www.youtube.com/watch?v=DWpAFvHduPE
Thelonius Monk er maðurinn, síðan fylgja menn á borð við Charles Mingus, Charlie Parker, Miles Davis, John Coltrane, Cannonball Adderley, Django Reinhart, Wes Montgomery. Síðan konur á borð við Ella Fitzgerald, Billie Holiday og Diana Krall
Coltrane er aldeilis algengur :) Mér finnst ég hafi einnig heyrt minnst á Miles Davis. Django Reinhart og Billie Holiday eru/voru auðvitað frábær. Hinu á ég eftir að tékka á, en það kemur að því :)
bíddu nú við… Keith Jarrett.. Eitthvað kannast maður nú við nafnið. Er Hann ekki eðal “skálmpíanóleikari”? þ.e.a.s. spilar bassa á 1. og 3. slagi í vinstri, hljóm á 2. og 4. slagi líka í vinstri og svo línur og sóló í hægri. Svo leika þeir sér að því að snúa þessu við og leika sér eins og enginn sé morgundagurinn… ..eða er ég kanski að rugla við einhvern annan?
Keith Jarrett er ekki frægastur fyrir stride píanóleik, þó að vissulega geti hann spilað þannig stíl. Þannig að þú ert örugglega að rugla við einhvern annan.
Í stuttu máli sagt er Keith Jarrett píanóleikari sem hefur gert allt sem píanóleikari getur hugsanlega gert: Jazz, klassík, fusion (með Miles Davis), rokk, avant-garde, samið klassísk verk ofl.
já ég er sennilega að rugla eitthvað… en ég þakka fyrir svarið. Ég fíla svona svör sem fræða mann :) .. Jarrett er killer píanóleikari engu að síður. Ég get nú samt ekki beint sagt að ég fílí þetta sem hann er að gera með miles, ekki mikil tónlist í því. En ég þakka engu að síður .
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..