Fannst þér tónleikarnir virkilega svona góðir? Ég fór líka og fannst nú Þórður Árna eiginlega standa uppúr af þeim íslensku og þessi frá Belgíu bjargaði show-inu. Þessi Japanski var hinsvegar hrikalegur, skil ekki hvernig hann náði að vinna svona oft verðlaun fyrir besta gítarleikara, rétt vona hans vegna að hann hafi verið mjög “off” þetta kvöldið því annars skil ég ekki bofs í þessu. Björn Thor var mjög fínn en mér fannst þetta ekki alveg nógu vel skipulagt hjá honum, maður fékk kjánahroll á tímum. En vissulega hefur það bara verið vegna skorts á æfingum fyrir tónleikana.