Blúshátíð í Reykjavík verður haldin í 5. sinn 18. – 21. mars.

Fyrir þá sem ætla að sækja um að fá að spila á hátíðinni þá er ekki mikið eftir af umsóknarfrestinum því það þarf að vera búið að sækja um fyrir 1. febrúar.
"Fyrir þann tíma þarf umsóknum með ferilsskrá flytjenda myndum og öðru ítarefni að vera skilað til Blúshátíðar á netfangið bluesfest@blues.is

”Frá upphafi hefur það verið yfirlýst stefna hátíðarinnar að gefa ungum og efnilegum blúsmönnum og –sveitum tækifæri til að koma fram á hátíðinni, ýmist í Klúbbi Blúshátíðar, eða í tónleikadagskrá á Hotel Nordica."

Fleiri upplýsingar eru á www.blues.is

Styðjum íslenskan blús!