Kanadíski jasspíanistinn Oscar Peterson lést í Toronto í Kanada [þann 23. desember], 82 ára
að aldri. Peterson lék með mörgum þekktustu jasstónlistarmönnum heims, þar á meðal Ellu
Fitzgerald, Count Basie og Dizzy Gillespie.

Peterson lék m.a. á Listahátíð í Reykjavík árið 1978 ásamt danska bassaleikaranum Niels
Henning Ørsted Pedersen.


Tekið af Mbl.is.

Hans verður sárt saknað.

Mér, Arkímedesi, þykir reyndar ýmislegt vanta í fréttina, því gefið er í skyn að Peterson hafi
aðallega verið þekktur fyrir að hafa spilað með öðrum heimsfrægum djassistum. Það er rangt.
Ég bendi mönnum á þessa grein um karlinn á Wikipediu.

Að lokum spyr ég: Hver vill taka að sér að skrifa stutta grein um hann fyrir Handahófið?

„Oscar Peterson is a motherfucking piano player!“ — Ray Charles