Ég ætla að reyna að hafa þetta bara stutt og hnitmiðað. Ég er kontrabassaleikari og nemandi, ég reyni að æfa mjög stíft og alla daga, en reglulega kemur fyrir að allur vindur er fokinn úr manni en alltaf kemur hann þó aftur upp og getur það tekið einn dag til allt að fimm daga sem er mjög langur tími að mínu mati. Að kíkja á góða tónleika er alltaf mjög gott fyrir áhugann og einnig að hlusta á góða plötur. Getur einhver bent mér á góðar plötur með góðum kontrabassaleikurum þar sem ég get leitað innblásturs. Ég er búinn að hlusta mikið á Parker og dizzy, Miles davis, Coltrane, Mingus, Monk, Tómas R, svo dæmi séu nefnd:)