Áhugamálin tvö, /jazz og /klassík, eiga það sameiginlegt að halda utan um þá
tónlist sem nýtur mjög lítillar vinsældar á Íslandi. Flestir hafa þó eflaust hlustað á
verk eftir Mozart og Beethoven, og heyrt þekktustu lög Miles Davis, Ray Charles
og Nat King Cole, en það er ekki þar með sagt að hinir sömu hlusti reglulega á
þessa tónlist eða „hafi áhuga“ á henni.
Ég, Arkímedes, reyni að skoða /klassík þegar tími gefst. Myndaskeiðakubburinn,
sem er grunsamlega líkur svipuðum kubbi á svipuðu áhugamáli, og tónskáld vik-
unnar voru mikil framfaraskref á áhugamálinu. Þau hljóta að auðvelda fólki eins
og mér að kynnast klassíkri tónlist betur.
Hefurðu eitthvað á móti hipp hopp tónlist? Ég hef satt að segja heyrt alls konar
tónlist, þ.á.m. klassíka tónlist og djass, sem hljómar jafn illa og alversta rapp.