Það er ekki búinn að koma nýr korkur hingað alltof lengi :(
En ég veit að orðið Jazz hefur merkingu að vera stuð, hefur einhver heyrt hina þekktu Jazz svítu Shostakovich og þið sem hafið heyrt hana, er til svalari tónlist?
Sælir. Það var langt síðan ég, Arkímedes, hlustaði á téða djasssvítu síðast, en hún er óneitanlega mitt uppáhaldsverk eftir Shostakovich. Hún minnir mig reyndar alls ekki á djasstónlist, hugsanlega fyrir utan hlutverk saxófónanna. Mér þykir svítan mjög hlý — en á sama tíma svöl, ef þú skilur hvað ég á við — og róandi.
Áhrif Jazz á klassík eru oft nokkuð óljós en þau liggja aðallega í hljómaganginum, jazzinn vandi hlustendur við óvenjulega hljóma og gerði tónskáldum kleift að nota brattari hljómagang. Ekki það að Beethoven hafi verið kominn útí allsvakalega hluti í síðustu strengjakvartettunum og Wagner og síðar seinni vínarskólinn hafi verið komnir útí undarlegustu hljómfræði, en Jazzinn gerði óvenjulega hljóma einhvern veginn eðlilega, en áður voru þessir hljómar alltaf notaðir með mjög dramatískum hætti.
Mörg ljúfustu verk Debussy eru gott dæmi um þessi áhrif og þú kemst ekki hjá því að heyra þau hlustir þú á Francis Poulenc.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..