Óskar Guðjóns er alveg frábær. En svo eru það líka Siggi Flosa, Jóel Pálsson og fleiri. Ég sá um daginn stórsveit Samma úr Jagúar og það eru alveg frábærir tónlistamenn þar með honum, m.a. Haukur Gröndal.
Þeir eru nokkir mjög góðir saxófónleikararnir hér á landi. Sá sem höfðar hvað mest til mín, Arkímedesar, er Haukur Gröndal. Tónn hans er léttur og minnir dálítið á Paul Desmond. Hins vegar er Siguður Flosason mun „klassískari“ spilari, ef þið skiljið hvað ég á við, og alveg fanta- góður — jafnvel sá besti.
Ég ekki skil hvernig þú komst að þeirri niðurstöðu að tónn Sigurðs sé „bjagaður“. Er sanneikurinn ekki hið gagnstæða, að maðurinn hafi mjög gott vald á hljóðfærinu og tóninum? Varstu að meina eitthvað annað en þú sagðir?
Þegar ég segi orðið bjagað þá meina ég að tónninn hjá honum er örlítið, hvað á ég að segja, get varla lýst því öðruvísi þú hlýtur að taka eftir því stundum þegar hann spilar á alto saxinn sinn annars er þetta ekki þegar hann spilar á tenorinn. Frábær spilari engu að síður :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..