Ég setti hérna inn könnun sem ég bið ykkur um að svara. Eins og glöggir menn hafa eflaust tekið eftir eru þessir jazzari vikunnar og blúsari ekki að virka, einungis 3 eða 4 umfjallanir hafa komið frá notendum, upprunalegi tilgangurinn var náttúrulega að fá ykkur til að skrifa smá um ykkar uppáhalds tónlistarmenn og þess lags.

Mér hefur þá dottið það ráð í hug að einfaldlega breyta þessum kubbi í RIP kubb, þá náttúrulega glatast þær umfjallanir um menn sem eru ekki dánir en það verður bara að hafa það. Nú fer í gang obinber kosning um þetta, hvort fólk vilji halda núverandi kubbum eða skipta þeim út fyrir RIP kubb. Ég vil helst ekki ahfa bæði því það væri eiginlega bara of mikið.

Persónulega er mér alveg sama, Jazzari/blúsari vikunnar var upprunalega mín hugmynd og því nokkuð sárt að sjá hana grotna svona niður en ég get auðveldlega kyngt stoltinu.

En ef þið viljið RIP kubb að þá verðið þið náttúrulega að sjá til þess að nóg sé af efni í hann. Ef hann verður rauninn getið þið sennilega sent okkur stjórnendum skilaboð með nafni viðkomandi tónlistarmans og við bætum honum inn í, stuttar umfjallanir um tónlistarmannin eru síðan æskilegar en það kemur vonandi allt með tímanum.

Eins ef Jazzari og blúsari vikunnar hljóta afgerandi kosningu að þá býst ég við því að fá inn umfjallanir, ég og Rodia Romanovits höfum ekki endalausan fróðleiksbanka.

Lifið heil
WoodenEagle