Fer eftir hverju þú leitast með að í jazzinum.
Ef þú vilt fusion jazz þá mundi ég tékka að Miles Davis (plötur eins og Bitches Brew, On The Corner, In a Silent way og fleiri frá þeim tíma) eða Mahavishnu Orchestra og John McLaughlin. Og Herbie Hancock
Ef þú ert að leitast að swing þá væru menn eins og Duke Ellington og Louis Armstrong góðir.
Ef þú vilt Beebop þá er Miles Davis góður líka.
Og bestir í svona söngvajazz eru menn eins og Louis Armstrong, Nat King Cole og Bing Crosby (auk fleirra eins og Frank Sinatra, Billie Holiday og Ella Fitzgerald).
Og ef þú vilt bara hreinan og smooth jazz þá eru menn eins og Sonny Rollins og John Coltrane tilvaldir (þótt að Coltrane gæti verið stundum dálítið þungur að melta, eins og á A Love Supreme)
Svo eru fleiri góðir eins og Dave Holland, Dave Brubeck, Stan Getz og auðvitað Tómas R. Django Reinhardt og Stephane Grapelli.
Þetta gæti verið svoldið óskýrt og illa orðað, en það verður bara að afsaka það.
Eyes down, round and round, let's all sit and watch the moneygoround.