Jæja, fyrir stuttu var hér í gangi könnun um hvort halda ætti greinakeppni, eða réttara sagt hvort fólk muni taka þátt.
Samkvæmt þessari könnun sögðust 8 manns ætla að taka þátt og 9 sögðu kannski, þannig að ljóst er að við stjórnendur hér verðum illilega svekktir ef það koma ekki inn minnst 8 greinar +2-3 frá “Kannski” hópnum. Það væri óheiðarlegt að segjast ætla taka þátt í greinakeppni en sleppa því síðan, það væri að ljúga, og hér eru engir ligarar er það?
Þar sem 8 greinar eru alveg slatti að þá er um að gera að setja svona keppni í gang, þá er það bara spurning um fyrirkomulag.
Þema. Er frjálst þema og viðfangsefni? Ég hugsa að það sé nú fyrir bestu, þar sem allar skorður sem settar eru á þáttöku munu aðeins draga úr henni.
Skilyrði. Svipað og hér á undan, viljum við hafa einhver sérstök skilyrði til þáttöku svo sem lengd greinar eða eitthvað í þeim dúr?
Tímabil. Hvenær á samkeppnin að byrja og hvað á hún að standa lengi? Fólk þarf sennilega 2 vikur eða jafnvel meira til að skrifa grein, fint kannski að opna fyrir keppnina eftir svona 2 vikur og hafa hana opna í aðrar tvær, þá hefur fólk sikra 4 vikur frá og með deginum í dag að skila inn grein. En þetta verður að sjálfsögðu í fullu samræmi við óskir notenda, ef fólk vill lengri tíma eða álíka.
Kosning. Verður kosið bara í venjulegri könnun eða hafi þið hugmyndir um annað skipulag?
Þáttaka. Fá allir að taka þátt? Einnig stjórnendur?
Hvernig viljið þið svo hafa þetta?