Ég komst ekki á neina tónleika núna, og af því að það er algerlega hljótt á þessum vef um RJF, þá langar mig að vita hvort einhverjir þeirra sem hér eru skráðir fóru og hvað þeim fannst.
Maður var t.d. búinn að heyra smá tóndæmi (hljóðdæmi) frá Kurt Elling, en hvernig kemur hann út í heild á tónleikum? Eiga einhverjir hér diska með honum?
ég ætlaði á Tómas R. ég keypti miða og alles en svo hringdi mamma og´ég mátti ekki fara 20ára aldurstakmark :( ég sendti honum Tómasi E-mail og ég fer á tónleika með honum þann 9 =) hlakka ekkert smá til
Ég, Arkímedes, sá og hlustaði á Tómas R. og félaga á NASA síðastliðið laugardagskveld, og var heldur óánægður með frammistöðu þeirra; en meira um það síðar!
Ég fór á Stórsveit Reykjavíkur, Kurt Elling og Pólska Tríóið. Ég fer svo líka á Útlendingahersveitina en þeir tónleikar eru líka í sambandi við Jazzhátíðina þó að þeir séu ekki fyrr en 14.
Kurt Elling tónleikarnir voru geðsjúkir. Ég hélt að trio-ið væri bara smá backrunnur fyrir Kurt en neinei þeir tóku allir svaka sóló og var trommarinn mjög áberandi
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..