Jæja, ég er núna orðin admin hérna og ég lofaði í umsókninni að ég ætlaði að reyna að lífga þetta aðeins við og ætla að standa við það. Mér datt í hug hvort það sé hægt að kynna jazz og blús aðeins betur fyrir fólki. Kannski reyna að gera eitthvað nýtt hérna. Ég er ekki alveg viss hvað ég á að gera en þið megið endilega segja mér ef þið hafið einhverjar hugmyndir.
Fyrsta sem mér datt í hug var hvort einhver hérna veit mikið um mismunandi tegundir af jazzi, blús og fleiru tengdu. T.d. útskýra hvað einkennir tegundirnar og hvaða tónlistamenn eru þekktastir fyrir þá tegund af tónlist. Ég verð að segja að ég veit ekki mikið um þetta :S En ef einhver nennir sem veit mikið má hann endilega skrifa grein.
Svo megið þið auðvitað vera dugleg við að skrifa greinar um það sem ykkur dettur í hug.
Annað sem mér datt í hug er að senda inn sem flesta atburði. Ég hef verið að lesa dagblöð í vinnunni og rekst þá oft á allskonar uppákomur sem væri gaman að senda inn hérna.
Ég vona að það takist að gera eitthvað almennilegt úr þessu áhugamáli. Þótt það séu ekki mjög margir sem hafa áhuga á jazz og blús er allavega ágætt að geta talað um það hér og kynnst nýjum tónlistamönnum. Án þess hefði ég allavega misst af miklu ;)