Það er eitt lag á Rain Dogs sem heitir Time og er eitt af uppáhaldslögunum mínum :D Ástæðan er að þegar ég var lítil og varð óróleg spiluðu foreldrar mínir þetta lag til að róa mig :) Svo þegar ég heyrði þetta í fyrra mundi ég ekki eftir því, en kannaðist samt við það og fannst það æði! Skrítin tilfinning …
Ég hef eitthvað hlustað á Rain Dogs og mér finnst það flott, maður er bara smá stund að venjast honum …
Ég valdi Rain Dogs enda er það eina platan með honum sem ég á, en það er líka stórkostleg plata. Þó að mig hafi vitaskuld oft langað til að kaupa aðra plötu með honum hef ég þó ekki vitað í hvort fótinn ég á að stíga, einhver sem getur ráðlagt mér með næsta skref?
Ég keypti mér Rain Dogs og Frank's Wild Years á 2 fyrir 2000 í Skífunni í Kringlunni, báðir frábærir diskar. Ef þú átt Rain Dogs fyrir, þá mæli ég með því að þú fáir þér Frank's Wild Years og Swordfishtrombones á 2 fyrir 2000 tilboðinu!
Já, takk fyrir það, ég mun athuga þetta. En geturðu nokkuð sagt mér hvort að tónlistin sem hann spilar sé almennt lík þeirri sem heyra má á Rain Dogs? Eða var þessi plata ekkert lík hans fyrra efni? Eins og margir vina minna hafa réttilega sagt þá er þessi tónlist voðalega “skrítin” en vá, engu að síður klassa plata.
Tom Waits breytir svo oft um stíl, að það er engin plata lík annari hjá honum, nema í einstaka tilfelli. Blue Valentine er líklega platan sem er líkust Rain Dogs (að mínu mati). Reyndu t.d. að finna lagið “Romeo is Bleeding” og berðu það t.d. saman við “Singapore” eða “Cemetery Polka”. Nokkuð lík…?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..