Málið er að skella inn öðrum korki held ég.
Ég var áðan að fá mér grænan skyr.is drykk og hafði ekkert að lesa á meðan. Það var kveikt á útvarpinu og stillt á Rás 2. Ég ákvað að finna klassísku-jazz stöðina sem ég fann: 87.7 held ég. Það var verið að spila klassík og ég ákvað að hlusta. Eftir lagið kom kall sem sagði: Þú ert að hlusta á Rondó! Og ég var bara: Oki, cool, hún heitir þá Rondó… :)
Ég kláraði skyr.is drykkinn og fór að læra en slökkti ekki á útvarpinu. Ég er búinn að hlusta í um klst. og ekki enn kominn neinn jazz. Ég hafði reyndar lent í þessu áður en langaði bara að tjá mig núna. Þetta er greinilega aðallega útvarpsstöð fyrir klassík og finnst mér það eigi svo gott.
Þetta er eina útvarpsstöðin sem spilar eitthvað jazz, held að það sé bara á kvöldin eða eitthvað þannig nema reyndar einhver þáttur á Rás 1 eða 2 sem kallast 5/4 og er á dagskrá á föstudögum kl. 4-5 held ég.
Núna vill ég bara fá útvarpsstöð sem spilar jazz/blús og ekkert múður með það!