Já, eins og margir vita var stórsveitarmaraþon í Ráðhúsinu í gær. Þetta var níunda maraþonið sem haldið var. Ég var að spila með léttsveit Tónskóla Sigursveins og Tónmenntaskóla RVK eða sum(alltof flókið nafn fyrir mig.) Þetta voru 7 bönd sem spiluðu og byrjaði Stórsveit RVK. á að spila.
Þetta var alveg mögnuð upplifun (ok, kannski ekki) og söng Kristjana(man ekki eftirnafnið, held samt að fyrra nafnið hafi verið Kristjana) með Stórsveit RVK. Skemmtilegt atvik þegar að baritónsaxinn skipti um blað í miðju lagi… :) Síðan spilaði Stórsveit Seltjarnarness eitthvað og síðan kom mitt band. Einn gaurinn kom inn eftir 2 lög eða svo því hann hélt að hann ætti að mæta seinna. Ég tók þarna sóló í lagi nr. 3 og var ágætt.
Síðan komu stórsveitir 1 og 2 frá Reykjanesi og Hafnarfirði en ég var reyndar farinn þá. :S
Tónleikarnir voru frá 13-17 og held ég að þetta hafi heppnast mjög vel.
Skrifaði í flíti því að þetta var ekki grein og ég þarf að fara að læra bráðum fyrir stúdentsprófið sem ég á að taka á miðvikudaginn.