Allt með Keith Jarrett er frábært hvort sem það er Jazz, klassík, funk eða fusion. Kíktu á greinina eftir mig um hann á þessu áhugamáli. Meistari Keith sagði einmitt sjálfur að hann hefði heillast af Jazz þegar hann heyrði einhver lög með Ahmad Jamal.
Ef þú hlustar á Ahmad Jamal þá er platan But Not For Me í heild sinni frábær.
Chucho Valdés er líka mjög skemmtilegur Kúbanskur píanóleikari, mæli með plötunni New Conceptions.
Gætir líka kíkt á Herbie Hancock, McCoy Tyner, Bill Evans, Red Garland og fleiri en þeir hafa allir ólíka stíla.